Sit fyrir framan sjónvarpið og nýt þess að hafa beina útsendingu frá Laugardalsvelli. Í augnablikinu eru Todmobil að spila og þetta er afar spes. Ég skil reyndar ekkert hvað þau eru að gera þarna því kombakkið þeirra hefur verið frekar dapurt. Samt spila þau í raun og veru ágætlega og það vantar ekkert upp á röddina hjá Andreu – hún rokkar feitt. Ég er þó ekki alveg að fyrirgefa henni tannviðgerðina… finnst hún hafa misst aðeins af persónuleikanum. Svo er skrýtið að horfa á Eyþór, hann syngur svo sem bærilega og hamast á sellóinu og er þrátt fyrir allt betri rokkari en pólítíkus, en sumt er geymt en ekki gleymt. Snillingur sviðsins er Óli minn Hólm sem spilar enn glaður á trommur en væri líklega glaðari með Nýdönsk. Ekki virðast þau ná miklu sambandi við tónleikagestina, meira að segja Helgi Björns tók það bara eins og í gamla daga, í raun alveg lygilegt hvað hann komst upp með að vera gömul stjarna – hann meikaði það en þau ekki.
Verð að kommenta líka á Luxor, þeir voru alveg ógurlega sætir (nema sá sem var svona Steve Buscemi lookalike) og sungu eins og englar, allt eins og það átti að vera. Ætli markhópurinn verði húsmæður eins og raunin er með Garðar Thór eða ætli eigi að reyna með þá eitthvað neðar?
Kjánahrollur kvöldsins so far er Nylon, er samt skeptísk á Bo…