Fitubolla er fædd

Gærdagurinn var frekar vondur. Fór sem sagt í fyrsta tíma í fitubollustríðinu og í mælingu á undan og þar sáust áður óþekktar tölur. Ég er sem sagt orðin 100 grömmum þyngri en við síðustu hámarksþyngd, í mars 2004 – og það sem verra er að þrátt fyrir að vera í MIKLU betra formi þá er fituprósentan mín enn hærri en hún var þá. Búhúhú. Í samræmi við  betra form reyndist tíminn fitubollunni frekar auðveldur, en það má kannski fylgja sögunni að hann var ekkert sérstaklega erfiður. Fitubollan fór svo út í dag og hljóp smá. Nú er bara spurning hvaða markmið maður á að setja… þessi prósenta verður amk að lækka.

Annars er afmælisbarn dagsins hún systir mín. Til hamingju með daginn, hringi í kvöld 🙂 .

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. Er eitthvað að marka svona mælingar?? Fór í mælingu hérna um árið og fékk ótrúlega háa tölu. Hef síðan verið í afneitun. Kv, Jóna

  2. Hmm, ég ætlaði nú ekki í neinar alvöru játningar. Hvíslaði tölunni að Hönnu í gærkvöld en Mummi fékk fulla játningu. Ég held að þetta séu alveg bærilega áreiðanlegar tölur en hins vegar eru skekkjumörk. Ég man til dæmis ekki hvort það var „gott“ eða „vont“ að vera búinn að drekka mikið vatn. Ég vona að skekkjan sé einhver í mínu tilfelli, skil amk ekki hvernig allir vöðvarnir mínir hlupu í felur. Ég mældist 35,1…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *