Gærdagurinn var frekar vondur. Fór sem sagt í fyrsta tíma í fitubollustríðinu og í mælingu á undan og þar sáust áður óþekktar tölur. Ég er sem sagt orðin 100 grömmum þyngri en við síðustu hámarksþyngd, í mars 2004 – og það sem verra er að þrátt fyrir að vera í MIKLU betra formi þá er fituprósentan mín enn hærri en hún var þá. Búhúhú. Í samræmi við betra form reyndist tíminn fitubollunni frekar auðveldur, en það má kannski fylgja sögunni að hann var ekkert sérstaklega erfiður. Fitubollan fór svo út í dag og hljóp smá. Nú er bara spurning hvaða markmið maður á að setja… þessi prósenta verður amk að lækka.
Annars er afmælisbarn dagsins hún systir mín. Til hamingju með daginn, hringi í kvöld 🙂 .