Sögulegar mælingar

Það vantar ekki að þessi vika ætlar að verða vika hinna sögulegu mælinga. Fór nefnilega í ræktina (í tíma altså) í gærmorgun kl. 6.10 – sem er auðvitað afrek, það vita þeir sem þekkja mínar svefnvenjur. Ég forðaðist vigtina eins og heitan eldinn, engin ástæða til að mæla sig á fimmtudegi þegar maður á eftir sukk á föstudegi og laugardegi. Hins vegar er hægt að hæðarmæla sig líka og hafandi heyrt að maður sé extra hár að morgni ákvað ég að skoða hvað ég mældist. Það var sem betur fer mjög upplífgandi, ég reyndist hér um bil 1.70 eða einum og hálfum sentimeter hærri en fyrri mælingar hafa sýnt. Þetta var nú hressandi niðurstaða.

Annars er ég afmælisbarn dagsins. Ég á afmælídag, ég á afmælídag, ég á afmælialvegsjálf, ég á afmælídag. Búin að fá mér að borða á Friðriki V. í tilefni dagsins, reyndar bara í hádegissjoppunni hans en samt…

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar

5 Comments

 1. Til hamingju með afmælið!…og hæðina!!!

  Var hæðarmæld í júní og er einmitt ca einum og hálfum sentimetra lengri en það sem stendur í passanum mínum,
  þrátt fyrir mælingar á sínum tíma.

 2. Innilega til lukku með daginn um daginn.

  Bestu kveðjur frá þessari lappalöngu í Hollandinu sem nær alls ekki upp í 1 og 60. Ekki einu sinni á góðum morgni. 🙂

 3. Datt í hug varðandi grömmin hundrað í síðustu færslu – er það ekki bara vegna þess hvað þú ert með MIKLU síðara hár núna en þá???? Það hlýtur að vega amk 100 gr.!!!
  Verð að skella mér í hæðarmælingu – reikna nú samt ekki með að vera orðin 1 og 60 – nema þá kannski á þykkbotna skóm 🙂

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *