Einstefna

Ég er frekar óspennandi félagsskapur þessa dagana held ég. Orðin ein af þessum líkamsræktar-obsessed kellingum 🙁 .Hugsa um fátt annað þessa dagana en hvenær ég borðaði síðast og hvenær ég eigi að borða næst og hvernig ég ætla að hreyfa mig næstu daga. Sem betur fer sef ég hálfan sólarhringinn sem einfaldar þetta mikið en það versnar í því á mánudag þegar ég byrja að vinna alvöru vinnuna mína (er búin að dunda mér í fjarkennslunni þessa vikuna, það væri nú gott að sinna henni ef maður hefði ekki svona alvöru vinnu við hliðina.) Þá verður minni tími til svefns, ætli ég byrji ekki á að skera hann niður og sé svo til hvað annað verður undan að láta. Það er amk ljóst að aðhald er á ákveðinn hátt auðveldara þegar maður hefur tíma til að sinna því almennilega. Ég náði btw góðu starti í fyrstu mælingu og vona að það haldi aðeins lengur áfram. Nema hvað að fituprósentan lækkaði einungis um 0.1% sem þýðir að ég verð eitt ár að ná skammtímamarkmiði mínu…

Smá Strumpufréttir, sú stutta (sem hefur reyndar verið alsæl þessa vikuna að fá að fara í pössun á Bjarg) er að fara að byrja í fimleikum á laugardag og… það sem er ekki síðra, komst inn í Suzuki og fer að læra (ja eða við foreldrarnir kannski) á fiðlu í næstu viku. Mikil gleði og tilhlökkun í gangi.