Það er best að plögga. Sú stutta á að spila á Glerártorgi á föstudag – nákvæman tíma veit ég reyndar ekki en frétti líklega af því í dag. Við vorum í hóptíma á mánudag og ég hafði verið frekar skeptísk, sagði Láru Sóleyju að nafna hennar væri nú reyndar ekki byrjuð að læra neitt. Hún átti þá fyrst bara að vera í kór og uppi einhverjar hugmyndir um að hún gæti fengið þríhorn en svo langaði hana svo agalega að spila á fiðlu eins og hinir, svo hún fékk það. Það er hins vegar óvíst hvort það gengur upp, hún veit, blessunin ekki hvernig á að halda á boga, hvað þá að hún þekki A-streng. Sjáum hvað setur.