Jólafrí handan við hornið :)

Sú var tíðin að nemendur MA fengu í allra síðasta lagi jólafrí 19. desember. En nú er öldin önnur og bókhaldið strangt og því átti að vera „kennsla“ til hádegis á morgun. Í morgun tóku nemendurnir samt upp á því að syngja frí. Ég hélt að það væri bara söngsalafrí og átti hvort eð er að vera í eyðu og var salíróleg. EN nei. Einhver jólaandi læddist í Jón Má og hann gaf morgundaginn eftir 🙂 . Svo ég á bara eftir að kenna tvo tíma og fara á einn kennarafund eða svo… en júhú, ég verð í fríi á morgun. Í kvöld er síðan hið árlega jólakaffi kennara. Meira át. Ég ætlaði reyndar að skrifa jólakort og senda pakka, sá fram á að ná því fyrir 10 í  kvöld, en þá lokar pósthúsið á Glerártorgi. Áætlunin krefst því aðlögunar. En það er ljóst af ef eitthvað kemur manni í jólaskap, þá er það jólafríið…