FÁDÆMA

Í gærkvöld var stofnaður nýr klúbbur innan kennarahóps MA og heitir félagið FÁDÆMA, sem stendur fyrir „Félags áhugafólks um dönskuæði í MA“. Getiði hver var upphafsmaðurinn 😉 . Nema hvað, við hófum starfið á því að horfa á nýjustu myndina í safninu mínu, Vikaren. Kvöldið var afar vel lukkað, fyrir utan smá tæknilega örðugleika í upphafi, eini karlmaðurinn sem var mættur reyndi allt hvað hann gat og konurnar voru allar með eiginmennina á línunni, sá sem kom sterkastur inn var Árni Sveinn, hann kom bara með sinn eigin prívat spilara á svæðið og tengdi hann…. Nú, myndin er frekar sérstök svo ekki sé vægar sagt, fjallar um afleysingakennara sem er í raun geimvera. Hún hentar líklegast vel í kennslu, þar sem þetta er eitthvað sem allir nemendur gætu kannast við 😉 .

Af listamálum, ég er að hugsa um að halda mig við ungu kynslóðina, sá sem ég hef augastað á er 30 ára, ég man að minnsta kosti ekki eftir neinum yngri sem er girnilegur…

8 replies on “FÁDÆMA”

 1. Gaman að sjá að þú stendur enn fyrir stofnun félaga með skemmtileg nöfn í MA 😉
  Kv, Jóna

 2. Íhaaa..
  Nú er ég glöð 🙂
  Ohh hvað ég vona að Justin vinur minn komist á listann hjá þér 🙂 Hann á það nú alveg skilið sko…hihi.
  Ef þú hefur ekki ennþá séð tónleikana góðu með honum (þeir voru sýndir á nýarsdag heima í t.v og ég er svo heppin að eiga þá á dvd )gerðu það þá STRAX 🙂
  ÚFF.hvað sumir geta verið svalir og rosalegt sjarmatröll. Hann syngur eins og engill og er mun flottari dansari en Michael Jackson.

  p.s
  ég gæti kannski komið með fleiri góða sem þú gætir smellt á listann. Það væri t.d hægt að taka „goðið“ út þar sem ekki er mikill séns á að þú komist „yfir“ HANN. 🙂 ´gaman að þessu.

  Verst hvað ég er með obbolega mörg nöfn fyrir mig. Ég veit ekki hvernig ég ætti að negla 5 nöfn niður á blað 🙁
  Það yrði agalegur höfuðverkur

 3. Ég er ekki að sjá að þú finnir einhvern flottri Hafdís mín. Ekki nema þú setjir kannski bara Daniel Jacob Radcliffe inn. Hann er OFUR ungur og sætur dúd. Ekki nema 19 ára hi hi.

  Vona að þú fáir fleiri uppástungur:)

 4. Þið eruð vonandi ekki með ,,Kunsten at græde i kor“ sem næstu mynd í fádæmapartýi? Hún var reyndar að fá Róbert en ég giska á að þetta sé ekki partýmynd. Mæli frekar með ,,Efter bryllupet“.

  Varðandi listann góða þá er ég augljóslega í öðru sólkerfi en þið stöllur og treysti mér þarafleiðandi ekki til að koma með tillögu eða mæla með neinum sérstökum.

 5. Hihi.
  Það er nú bara skemmtilegt Mummi er haggi? 🙂

  Sá næsti sem mér dettur í hug er Jared Leto. Hann er reyndar ekkert unglamb lengur, orðinn 35 ára karlinn. Þú hlýtur nú að hafa orðið skotin í honum fyrir 14 áraum eða svo þegar hann lék Jordan Catalano í My so called life þáttunum.
  Annars finnst mér að það ættu fleiri að taka sig til og aðstoða þig við þetta erfiða val 🙂

Comments are closed.