FÁDÆMA

Í gærkvöld var stofnaður nýr klúbbur innan kennarahóps MA og heitir félagið FÁDÆMA, sem stendur fyrir „Félags áhugafólks um dönskuæði í MA“. Getiði hver var upphafsmaðurinn 😉 . Nema hvað, við hófum starfið á því að horfa á nýjustu myndina í safninu mínu, Vikaren. Kvöldið var afar vel lukkað, fyrir utan smá tæknilega örðugleika í upphafi, eini karlmaðurinn sem var mættur reyndi allt hvað hann gat og konurnar voru allar með eiginmennina á línunni, sá sem kom sterkastur inn var Árni Sveinn, hann kom bara með sinn eigin prívat spilara á svæðið og tengdi hann…. Nú, myndin er frekar sérstök svo ekki sé vægar sagt, fjallar um afleysingakennara sem er í raun geimvera. Hún hentar líklegast vel í kennslu, þar sem þetta er eitthvað sem allir nemendur gætu kannast við 😉 .

Af listamálum, ég er að hugsa um að halda mig við ungu kynslóðina, sá sem ég hef augastað á er 30 ára, ég man að minnsta kosti ekki eftir neinum yngri sem er girnilegur…