Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2008

Dúndurdekur

Konudagurinn var tekinn alla leið í gær. Fyrst fékk ég að sofa til 10. Afar góð byrjun á deginum. Síðan fékk ég kaffi og pakka í rúmið og fljótlega upp úr því nýbakaðar bollur. Ég fékk fína pakka. Heilt sett af fötum, nærföt, flónelsnáttbuxur, náttpeysu og svona ofurmjúka sokka – þið sem hafið séð svoleiðis, þetta eru þessir fussy …

Dagurinn fór síðan að nokkru leyti í heimsóknir en dekrið hélt síðan áfram um kvöldmat þegar Mummi töfraði fram lambaprime með spínatkartöflustöppu 🙂 og alveg unaðslegt rauðvín með. Reyndar fékk Sóley að velja flösku og hún tók fram eitthvað ofur – eitt þrettán ára, svo mjúkt og gott enda fór flaskan sú, við sem erum alls ekki vön að klára heila léttvín saman. Fékk að lokum súkkulaðiköku yfir Forbrydelsen, ekki ónýt blanda … 😉

I’m not standing myself

Þvílíkt bloggleysi. En það er af því að líf mitt er ýmist í hæðum eða lægðum svona félagslega séð og núna er einmitt mikil lægð. Það eina sem ég státa af eru óvenju margir fundir þessa vikuna, og að ég held, óvenju mikið sjónvarpsgláp líka. Amk horfði ég á næstum allan Doc Martin á miðvikudag sem ég horfi venjulega alls ekki á. Það er að vísu ekta svona þáttur sem hægt er að grípa í þegar mikið liggur við að vera latur og aðgerðalítill.

Ég er að peppast upp í Eurovision stuð samt. Ekkert óhóflegt af því að mér gengur ekkert að taka afstöðu. En heyheyhey ég vil reyndar ekki senda mislukkaða Barða neitt fyrir mína hönd svo ég vona það besta. Reyndar vil ég heldur ekki senda Friðrik Ómar. Ég er enn í fýlu við hann af því að hann fór í fýlu að tapa fyrir Eiríki í fyrra. Kommon. Hver fer í fýlu að tapa fyrir Eiríki? Það er ekki hægt. Og talandi um Eirík. Dóttirin tilkynnti í síðustu viku að hún og ein vinkonan væru svoldið skotnar í honum.  Ég sagði auðvitað eins og væri að það væri í góðu lagi. Það fannst henni skrýtið. Jafnvel þótt hann væri svona stór? (=gamall….) Ég sagði að það væri allt í fína en þær mættu alveg hafa það í huga að þær þekktu hann ekkert. Sú stutta sagðist bara víst þekkja hann, hún hefði séð hann í sjónvarpinu. Hún átti jafnvel líka von á að hitta hann einhvern tímann og þá ætlaði hún að tala við hann. Mental note – ef ég sé Eika Hauks einhvern tímann og er með hana með – ekki vekja athygli hennar á honum…. En ef einhver á Eurovision diskinn síðan í fyrra þá langaði mig alltaf að fá hann skrifaðan handa henni. Tímdi ekki að kaupa hann sjálf 🙁

Nýr maður inn

Þá er loksins komið að uppgjöri á listanum. Eitthvað var nú dræmt um uppástungur, ég minni þó á að mér sást næstum yfir Viggo Mortensen hér um árið þangað til ég var minnt á hann. Listinn er þá svona í sinni nýjustu mynd:

George Michael – ókrýndur konungur listans. Sem gerir mig að hommahækju eða fasta in the 80’s …

Friðrik krónprins – stendur óhaggaður númer 2. Búin að sjá hann up close svo þetta er allt að koma. Sá er nú ekki ljótari live en á myndum.

Colin Firth – hef nú ekki séð hann lengi í bíó en hann hlýtur að vera sætur enn. Ef svo ólíklega vill til að honum fari snögglega aftur, þá hef ég hann inni enn um sinn því hann fær nokkur ár í forgjöf á listanum fyrir að hafa verið hinn eini sanni Darcy.

Og nýi maðurinn verður númer 4. Hann heitir David Owe og hér má sjá hvernig hann lítur út. Han er superlækker 🙂 . Vann hug minn og hjarta í Ørnen en þar lék hann tölvugæjann Michael. Ég er svag fyrir tölvugæjum…. Svo er hann „bara“ 30 ára.

Neðstur á listanum og aðallega inni á fornri frægð er Viggo Mortensen. Mér líkar ekki alls kostar nýja lúkkið hans en hann er hins vegar reglulegur gestur á Íslandi…

Mér gengur alltaf betur og betur að nálgast þessa góðu menn. Síðasta ár var til að mynda gott en þá sá ég bæði númer 1 og númer 2. Það sem klikkaði var að þeir sáu mig líklega ekki. Því þarf ég að redda og þá er restin hægðarleikur.

Það sem á dagana dreif

Ég hef ekki staðið mig sem skyldi í blogginu, hef nóg um að skrifa en ekki komið því í verk. Í réttri röð er þetta svona; Halastjarnan, föstudagur 1.febrúar. Fordrykkur. Fimm réttir frá kokkinum. Hvítvín, rauðvín (nema Mummi bílstjóri – ég fórnaði mér í alkóhólið.) Fyrst grafin nautalund, þá hvítlaukssteiktur humar, svo hunangsheitreiktur lax (og ég farin að dást að mér að geta borðað án þess að verða södd). Síðan estragonkryddað lambafíle með rauðlaukssultu og sætum kartöflum. Þá fór að síga á seinni hluta magans. Loks rauðvínslegnar perur með skyrsósu og þá seig endanlega á ógæfuhliðina. Ég fór vægast sagt pakksödd heim en líka alsæl því maturinn var alveg unaður frá upphafi til enda og upplifunin alveg mögnuð. Ég á erfitt með að gera upp á milli Halastjörnunnar og Friðriks V. – hef náttúrulega ekki farið á nýja staðinn… en ef ég ætti shittlóds af peningum þá færi ég með alla mína vini, amk þá útlensku, að borða þarna. Magnað.

Hratt yfir sögu – bíóferð á fimmtudag á Flugdrekahlauparann. Grét mikið, hefði jafnvel þurft rúðuþurrkur á kinnarnar. Leikhúsferð í gær – jafnaði út andlegu hliðina. Hló samt ekki svo mikið að ég gréti, sem betur fer var ég þurrausin tárum eftir bíóið. En sýningin fínasta afþreying án þess að ég sé mikið fyrir farsa. Absúrd mörkin mín eru frekar viðkvæm. Þurfti samt að fórna tvöföldu dönsku sjónvarpskvöldi sem verður í staðinn annað kvöld. Sommer endursýndur á DR1 og Forbrydelsen endursýndur á RÚV.

Annað síðan síðast – bílaævintýri með tengdamömmu við stýrið og Villa að draga okkur úr skafli (dóttir mín vissi ekki hvort hún ætti að vera hrædd eða hrifin af frænda sínum), tvöfalt fertugsafmæli á Hótel KEA hjá LC systrum mínum, frábær Gettu betur keppni á föstudag. Strumpan að farast úr stressi með gengi síns liðs. Matur hjá Hönnu og Ármanni á laugardagskvöld, med det hele eins og venjulega, unglingakast dauðans hjá afkvæminu á laugardag þar sem fórnarlambs-hlutverkið var spilað til fulls. Frunsa – fyrst í eintölu og svo í fleirtölu síðustu ellefu dagana, farin að taka lýsi að ráðum Ármanns. Hér er sem sagt alltaf stuð og nóg að gera.

PS Listamaðurinn kemur á morgun. Ég lofa.