Þá er loksins komið að uppgjöri á listanum. Eitthvað var nú dræmt um uppástungur, ég minni þó á að mér sást næstum yfir Viggo Mortensen hér um árið þangað til ég var minnt á hann. Listinn er þá svona í sinni nýjustu mynd:
George Michael – ókrýndur konungur listans. Sem gerir mig að hommahækju eða fasta in the 80’s …
Friðrik krónprins – stendur óhaggaður númer 2. Búin að sjá hann up close svo þetta er allt að koma. Sá er nú ekki ljótari live en á myndum.
Colin Firth – hef nú ekki séð hann lengi í bíó en hann hlýtur að vera sætur enn. Ef svo ólíklega vill til að honum fari snögglega aftur, þá hef ég hann inni enn um sinn því hann fær nokkur ár í forgjöf á listanum fyrir að hafa verið hinn eini sanni Darcy.
Og nýi maðurinn verður númer 4. Hann heitir David Owe og hér má sjá hvernig hann lítur út. Han er superlækker 🙂 . Vann hug minn og hjarta í Ørnen en þar lék hann tölvugæjann Michael. Ég er svag fyrir tölvugæjum…. Svo er hann „bara“ 30 ára.
Neðstur á listanum og aðallega inni á fornri frægð er Viggo Mortensen. Mér líkar ekki alls kostar nýja lúkkið hans en hann er hins vegar reglulegur gestur á Íslandi…
Mér gengur alltaf betur og betur að nálgast þessa góðu menn. Síðasta ár var til að mynda gott en þá sá ég bæði númer 1 og númer 2. Það sem klikkaði var að þeir sáu mig líklega ekki. Því þarf ég að redda og þá er restin hægðarleikur.