Ég ákvað að gera óformlega lestrarhraðakönnun á Strumpu í gær. Lét hana lesa í eina mínútu og taldi svo atkvæðin. Fyrst lét ég hana ekki vita og hún var ægilega forvitin að vita hvað ég væri að telja og þegar hún vissi það vildi hún láta gera aðra tilraun, því þá ætlaði hún að lesa rosa hratt. Eftir þá umferð taldi ég um 160 atkvæði. Þetta er ekki alveg marktækt því í skólum er líka tekið tillit til villufjölda og annars en þetta sýnir samt hvað hún er orðin ótrúlega dugleg. Ég er ekkert smá montin.
Annars er snillingurinn með mér í skólanum í dag. Hún var sloj í morgun svo við leystum það svona. Hún er meðal annars búin að heimsækja Jón Má, það fannst henni mjög spennandi. Þau hjálpuðust að við að skoða uglu-babúsku sem hann er með á skrifstofunni. Nú og svo heilsuðum við upp á Arnljót, blómið hans Óla Pálma frá því í denn 🙂 .