Ég var að baka í kvöld og stillti á Bylgjuna og það verður að segjast eins og er að þeir sinna gamla fólkinu vel. Ég var bara í rokna stuði. Svo ég nefni dæmi; Gogo’s (það lá við að ég hringdi í Önnu systur og segði henni að stilla á Bylgjuna), Talking heads – ekki það að ég fíli þá eitthvað ógurlega, Haddaway – með What is love, kannski slæmt dæmi því það er auðvitað glatað lag, en það er bara svo mikið 92 eitthvað.
Það vakti mig síðan til umhugsunar þegar ég stillti á Smash hits í sjónvarpinu og þeir voru að sýna þátt sem heitir „Top 100 party anthems“ hvað mikið hefur breyst síðan ég var upp á mitt, ja ekki besta, en uhm ákafasta eða eitthvað. Blessunin hún Tiffany rataði nefnilega í 8. sætið með „I think we’re alone now“, það góða númer og það vakti athygli mína að hún var kappklædd allt myndbandið, nema einu sinni sá ég skína í bera framhandleggi. Hún var meira að segja í hlýlegum peysum alveg upp í háls. Hvað gerðist?
Annars áttum við mægður góða stund fyrir framan sjónvarpið. Horfðum á tónleikana með Mika. Sóley er afar skotin í honum og var strax farin að leggja plön að því að sjá hann á tónleikum og ráðast upp á svið og kyssa hann 😉 . Svona geta kellur með þrjátíu ára aldursmun náð saman, það verður að virða það við mig að hann er öllu nær mér í aldri en henni…