Og þetta kallar sig dönskukennara!

Ég verð að játa eina býsna stóra synd. Þannig er að sjónvarpið hefur um nokkurt skeið sýnt danska þætti sem kallast Klovn. Ég er rétt svo nýlega farin að horfa á þá, reyndar til ómældrar ánægju, en ástæðan fyrir því að ég horfði ekki á þá frá upphafi var sú að ég þurfti að velja á milli þess að horfa á House og Desperate Housewifes eða á hann Frank. Jafn illa og mér er við að velja frekar amerískt sorp en danska gæðaþætti þá er gleði mín með áðurnefnt sorp mörgu öðru sterkari, sérstaklega á Hugh Laurie stað í hjarta mínu. En nú er enginn House að trufla mig og ég hef því helgað fimmtudagskvöldin Frank Hvam. Hann er yndislegur líka. Ég held ég verði að kaupa þættina á dvd. Var að skoða að fyrsta sísonið kostar bara 1000 kall (á þessum síðustu og verstu… reyndar fæ ég alltaf nett áfall þegar ég fer inn dvdoo.dk því þeir sýna núna verð í íslenskum og ég held alltaf fyrstu hálfu sekúnduna að það sé danska verðið.)