Þar fór það…

Myndirnar fyrir skólaspjaldið eru klárar… og ég er ekkert of hress með útkomuna. Mér finnst ég skyndilega líta út fyrir að vera tileygð, veit ekki til þess að það hafi hrjáð mig áður. Eina huggun mín er sú að ég hefði líklega verið enn asnalegri ef ég hefði ekki lagt í allar fegrunaraðgerðirnar. Dýrðina má berja augum hér. Neðst á síðunni er hið fallega starfsfólk. Margar myndirnar eru flottar og lygilegasta fólk brosir. Ég meina, hver (annar en Finnbogi) hefur séð Sigurð frænda minn Ólafsson brosa? Ég ætlaði varla að þekkja kallinn.