Þar fór það…

Myndirnar fyrir skólaspjaldið eru klárar… og ég er ekkert of hress með útkomuna. Mér finnst ég skyndilega líta út fyrir að vera tileygð, veit ekki til þess að það hafi hrjáð mig áður. Eina huggun mín er sú að ég hefði líklega verið enn asnalegri ef ég hefði ekki lagt í allar fegrunaraðgerðirnar. Dýrðina má berja augum hér. Neðst á síðunni er hið fallega starfsfólk. Margar myndirnar eru flottar og lygilegasta fólk brosir. Ég meina, hver (annar en Finnbogi) hefur séð Sigurð frænda minn Ólafsson brosa? Ég ætlaði varla að þekkja kallinn.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar

7 Comments

 1. Halló Hafnarfjörður!! Er svona langt síðan ég var þarna? Ég þekkti varla nokkurn mann, t.d. bara þig á fyrstu bls.!
  Mér finnst nú bara myndin af þér mjög vel heppnuð sko.

 2. Ekkert að þessari mynd af þér. En mér sýnist vera hægt að panta eintök af þessum myndum heim… kannski spurning um að láta gamlan draum rætast og veggfóðra herbergið mitt með Níels?

 3. Og bara 100 kall stykkið Villi… þetta þarf ekki einu sinni að vera svo dýrt 🙂 hvað ætli þurfi margar 5×7 myndir á eitt herbergi?
  Jóna – þetta eru samantekin ráð, fólk sem er framarlega í stafrófinu fær að hætta fyrst… þess vegna eru Kristín, Ragnheiður, Sverrir Páll, Selma, Örn… enn hérna í vondum málum.

 4. Ég er ekki frá því að þér svipi nokkuð til hennar Tasmaníu-Mæju. Nema auðvitað ertu mun líflegri og lostafyllri að sjá. Og ekki til tileygð! Spurning hvort þú ættir að taka að þér að vera stand-in fyrir frúna í konunglegum heimsóknum.

 5. Æ, ég veit það hljómar ósennilega, en ég var ekki bara að leita að klappi á öxlina – þú ert nú ekki alveg svona asnaleg Hafdís… þetta var meira svona „I´ve had better“ moment sem ég deildi með öllum. Ég verð hvort eð er í efstu eða næstefstu röð, veit ekki alveg hvar ég raðast í virðingarstiganum. Takk fyrir fögur huggunarorð samt. Þau hafa yljað 🙂

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *