Túristaleikurinn

Í síðustu viku vorum við með Sigrúnu túrista hjá okkur. Það fór nú ekki allt eins og átti að gera, Minjasafnið (þar sem mér skilst að eldhúsinnréttingin úr Stekkjargerði sé til sýnis…) og Davíðshús fóru fyrir lítið. Það fyrra vegna leti, það síðara vegna lokunar. Aftur á móti náðum við góðum túristamat sem náði hámarki þegar við fórum (fyrir viku) út að borða á Friðrik V. Fyrir valinu varð 5 rétta óvissuferð með víni (fyrir kellurnar þeas.) Maturinn var unaður frá upphafi til enda. Byrjaði á smá flís af nautacarpaccio (meðan við drukkum fordrykkinn). Svo man ég ekki meir því ég var orðin svo full. Neeeeiii, ekki alveg. En ég man ekki alveg allt. Blandaða sjávarrétti, lundi eldaður á tvenns konar hátt, lamb og naut í aðalrétt og fjórir blandaðir eftirréttir – sérstaklega unaðsleg súkkulaðikaka, eins og alltaf en alveg frábær engiferís líka. Í millihreinsun fengum við sorbet úr hvönn (minnir mig….) en hvað var þetta fimmta aftur???

Í dag fórum við svo aðra óháða túristaferð, að þessu sinni með Kristínu, Árna og Sveini Áka, ásamt tveimur dönskum feðgum, góðvinum þeirra (hringir DV með skandalsögur af Brekkuskólanemendum senda heim fyrir fyllerí einhverjum bjöllum??). Leið okkar lá til Grímseyjar. Fyrsta skiptið fyrir okkur litlu fjölskylduna. Og alveg snilld nema Strumpa nældi sér auðvitað í sjóveiki á leið út en var bara dópuð niður á leið í land.  Þetta var mikil óvissuferð því það var þoka í bænum þegar var lagt íann og spurning hvernig Grímsey hefði það. Hún reyndist hafa það gott, reyndar talsverður vindur en sól og yndislegheit að öðru leyti. Þegar við skiluðum okkur í bæinn, um átta leytið var enn 23 stiga hiti í bænum. Þessi síðasta vika hefur verið ótrúleg. Ég hef samt bara náð mér í góða gamaldags bændabrúnku en hún er betri en ekkert.

Annars er ég mjöööög heit fyrir Nýdönsk á föstudagskvöld. Við ræddum það nefnilega skólasysturnar að kvöldi 16. júní að það vantaði að fá Nýdönsk að spila annars staðar en í Sjallanum. Nema hvað, mér varð að ósk minni. Nú vantar mig bara dansfélaga. Er með eina í sigtinu, eru einhverjir á varamannabekknum (ekki óléttar eða á Norðurlöndum?) sem vilja memm?