Eins og venjulega er ég blogglöt en samt gerist alveg nóg að skrifa um. 1) Nýdönsk var æði. Auður kom norður og bjargaði mér. Ég setti á mig Obsession, dró upp gömlu hliðartöskuna, og fór í græna ruslapokann og leið alveg eins og ég væri 18, eða close enough. Nýdanskir brugðust mér ekki, Björn Jr. gleymdi textanum við Apaspil og þurfti að fá Jón til að leiðbeina sér aftur. Saknaði Cheers en kannski tóku þeir það eftir að ég fór. Ég var sem sagt ekki allan tímann, aðallega af því að ég vildi ómögulega ganga alein heim og tímdi að sjálfsögðu ekki að taka leigubíl.
2) Fiskidagarnir á Dalvík að vanda góðir. Tókum bæði súpurölt á föstudag (þó ekki hjá Svansý og Loga… ) og fiskismakk í gær. Dalvíkingar eru bestir og gera þetta svoooo vel. Og af því að bróðir minn segir að maður eigi að blogga um fræga fólkið þá fljóta hér orðaskipti Hafdísar (að útskýra fiska fyrir Sóleyju) og Matta Matt. með. H: Þetta er örugglega kolkrabbi. M. Nei, þetta er smokkfiskur. H: Ó, jæja, you tell me.
3) Búin að labba og hlaupa í vikunni. Tók lííítinn hlaupatúr á þriðjudag við mikið erfiði og gekk bæði með Kristínu og Orgelstelpunni. Gæti þess að borða hæfilega mikið til að eiga orku í þetta allt.
4) Hef staðið mig vel í uppeldinu. Fór með Sóleyju á Mamma Mia og sú stutta er orðinn aðdáandi. Tek hana síðar á Nýdönsk, hún var mjög súr að fá ekki að fara með!