Jæja, það var tekin skyndiákvörðun í gær að skella sér til útlanda í viku. Fór nefnilega að skoða tilboð hjá Express og fann svo gríðarlega góð verð á beinu flugi til Køben. Svo við förum á föstudag og verðum eina nótt í borginni, förum síðan í bústaðinn í fjórar nætur og tökum smá Købenfíling í bakaleiðinni. Því miður náði ég ekki að samræma þessa ferð við GM á Parken 30. ágúst, enda seldist upp á tónleikana á klukkutíma. En jibbí skibbí ég er að fara til Danmerkur.
Þeirri minnstu voru flutt tíðindin í kvöldmatnum í gær (ekki daglegt brauð að tilkynna að maður fari til útlanda eftir fjóra daga) og þegar hún átti að giska hvað væri svona spennandi þá sagði hún að það væri líklega afmæli eða Tívolí. Nokkuð nálægt lagi, við munum náttúrulega taka Tívolí túr með meiru og líklega halda smá upp á afmælið mitt. Hún er sem sagt mjög spennt að fá að fara í rússíbanana (þessa villu ætlar hún ekki að leiðrétta, enda miklu skemmtilegra orð.)
Að lokum, smá skáldskapur (sem Strumpa fullyrðir að hún hafi samið…?);
Gamli Nói, Gamli Nói, er að suss’á börn
Kann hann ekki að sussa,
Lætur börnin frussa
Gamli Nói, Gamli Nói, er að suss’á börn