Stórtíðindi hjá þeirri minnstu í kvöld. Það hefur legið í loftinu í einn og hálfan mánuð að fyrsta tönnin væri að huga að brottför – þetta voru góðu tíðindin hjá tannlækninum þegar hann sá að það þyrfti að leggjast í meiri lagfæringar. Síðan hefur ferlið verið frekar hægt, foreldrarnir svona tosað og ýtt af og til en lítið hnikast. Á fimmtudag fór svo að sjást alvöru hreyfing á tönnslunni og við tekið aðeins meira á því. Í kvöld brast hins vegar meira en oft áður og þá varð ekkert snúið. Operation tand stóð yfir í klukkutíma með blóði, svita og tárum. Strumpan sveiflaðist á milli ofsahræðslu og mikillar spennu og sá ekki fyrir hvort hefði yfirhöndina. Að lokum voru settir afarkostir, annað hvort svefn eða reynt til þrautar. Það hafðist þegar tungan hætti að ýta á móti og móðirin fékk að ýta tönninni inn. Þá var kvikindið bara allt í einu laust og rosaleg gleði braust út. Nú liggur fröken upp í rúmi, enn í adrenalínrússi og sofnar líklega ekki strax. Enda á eftir að færa pabba tíðindin, hann stakk af í módelstúss og missti fyrir vikið af stórri stund. Nú er að sjá hvað tannálfurinn gerir í nótt.