Ég sé ekki annað en RÚV ætli að sinna dönskuáhugafólki prýðilega áfram. Anna Pihl og Klovn hafa verið fastir liðir hjá mér undanfarið og nú er sjónvarpið farið að auglýsa Nynne og Sommer líka. Ég sá að vísu alla Sommer þættina síðasta vetur á DR og er byrjuð að horfa á seríu númer tvö þar en ég hef oft horft á dönskuefnið tvisvar, svona til að vera betur inni í samræðum á vinnustað eða þannig. Nynne hef ég lítið séð en datt inn í svona tvo þætti í sumar þegar ég var á námskeiðinu. Á reyndar myndina og bók nr. 1 og þetta er svona þokkalegt efni. En það veitir ekkert af smá dönskuefni, ekki mun ég panta mér neitt frá Danmörkinni í bráð. Var að ljúka við að horfa á Kronprinsessen, sem er reyndar ljómandi fín sænsk-dönsk sería og tími alls ekki að kaupa næstu seríu eins og staðan er. Hvað þá þegar bók 3 kemur út núna síðar í mánuðinum. Verð að geyma hana til betri tíma.
Af heimavígstöðvunum er það helst að frétta að enn er beðið eftir að tönn númer 2 gefi sig. Við mæðgur erum líka komnar saman í nefnd ;), erum í umhverfisnefnd Naustatjarnar. Svo er von á ættingjum í bak og fyrir um helgina. Óli og Eygló elta Tý og mágar mínir koma til að fagna föður sínum sextugum í dag. Ekki les tengdapabbi bloggið mitt en samt fær hann hamingjuóskir hér. Ég hef nefnilega ekki kunnað við að svífa á hann hér í vinnunni, veit ekki hvernig hann tæki slíkum fagnaðarlátum.