Fullnýtt borgarferð

Fór í sólarhringsferð til borgarinnar um helgina og náði að afreka meira en ég þorði að vona. Heimsótti Árnýju í mýflugumynd á föstudagskvöld og hitti foreldrana líka. Gisti hjá Sigga og Sigrúnu og náði smá spjalli þar fyrir háttinn. Var á Ladies circle fundi frá 11 til 14.30. Hann var bara býsna skemmtilegur, gaman að fá smá innsýn í klúbbinn á lands- og heimsvísu. Fór eftir fundinn í örheimsókn til Önnu og Benna og þaðan í Kringluna að hitta Elísu og Jónu. Síðan í flug heim. Held að ég hafi aldrei afrekað annað eins í stuttri ferð. Annars er helgin búin að vera róleg. Horfðum á endursýningar á Skjá einum í gærkvöld og tókum tvær heimsóknir í dag, Akurgerði í morgunkaffi og Skólastígur í síðdegiskaffi. Enda var bara drasl í kvöldmatinn nema þessi forláta ís sem Mummi gerði í gær en náði aldrei almennilegum hæðum í nýju ísgerðarvélinni og var hent í frost upp á gamla mátann. Afar áhugaverður. Takk fyrir ísvélina Sigrún. Það hlýtur að ganga betur næst. Nú bíð ég bara eftir nýja diskinum með Nýdönsk. Spennt.