Ég tók stórt skref í gær eftir að reita hár mitt og skegg svo stórsá á. Sagði upp fjarkennslunni í VMA og kyssti þar með nokkra þúsundkalla bless. Eða Danmerkurferð eða eitthvað. Brann út fyrir svo löööngu síðan, ótrúlegt en satt þá er nefnilega skemmtilegra að vera með nemendurna fyrir framan sig en í tölvusambandi! …
Monthly Archives: nóvember 2008
Sjónvarpskvöldið mikla
Það er að verða fastur liður að horfa á Útsvar með Strumpunni, misjafnlega erfitt því stundum er innlifunin mikil og þar af leiðandi sorg ef hennar lið tapar. Við reynum að banna henni að halda með öðru liðinu en það hefst ekki alltaf. Í kvöld hélt hún reyndar með Kópavogi svo það var sæmileg ánægja …
Allt um menningu
Af því að mér dettur ekkert í hug að skrifa en vil samt taka mig svolítið á þá kemur hér lítil færsla um menningarstörf Hafdísar um þessar mundir. Þar ber hæst að ég fór í leikhúsið í síðustu viku til að sjá Músagildruna. Leikritið var hið ágætasta, ég held að það hafi verið afar nauðsynlegt …