Það er að verða fastur liður að horfa á Útsvar með Strumpunni, misjafnlega erfitt því stundum er innlifunin mikil og þar af leiðandi sorg ef hennar lið tapar. Við reynum að banna henni að halda með öðru liðinu en það hefst ekki alltaf. Í kvöld hélt hún reyndar með Kópavogi svo það var sæmileg ánægja með úrslitin. En omg hvað liðin voru eitthvað mislukkuð. Kópavogsliðin með lögfræðingana tvo sem taka þetta svo alvarlega að þeir skemma um leið alla ánægju manns að fylgjast með. Kristján Guy, minn gamli skólabróðir var ekki mikið skárri. Í hinu liðinu var það einmitt ungi lögfræðineminn sem var álíka stemmdur en hinir bættu það vel upp svo ég hélt eiginlega frekar með þeim frekar. Og það var óbærilega fyndið hjá Kópavogi að klikka á fuglahljóðunum, ég sökka alveg rosalega en ég þekki svona beisik fugla eins og krumma. Það hlakkaði illilega í mér.
Nú er það Singing Bee. Eins og sérsniðið fyrir mig í kvöld, textar með Nýdönsk og George Michael. Hins vegar er þátturinn lélegur að því leyti að það eru æði oft rangar upplýsingar. Til dæmis frá hvaða árum lögin eru. Ég hef reglulega rekist á það, þegar maður á annað borð veit hvenær lögin komu út. Ég er bara svona lælæ í textunum. Betri en meðaltalið þarna leyfi ég mér reyndar að fullyrða :/. Ég syng náttúrulega helst alltaf með í lögum en æði oft eitthvað heimasmíðað svo ég færi ekki langt á því. Í kvöld hnaut ég hins vegar um textavillu hjá þeim í þættinum. Ég hef amk alltaf kunnað Dagnýju þannig að það væri „með sumar í hjörtunum unguM“ – sem rímar nefnilega við sungum. Og gúglið segir það sama. En þeir hjá Singing Bee hafa það nefnilega bara svona ungu. Nú er ég orðinn besserwisser af verstu sort.