Sumardagurinn fyrsti var haldinn nokkkuð hátíðlegur á heimilinu að íslenskum sið. Dæturnar voru á sínum stað um morguninn svo við hjónin notuðum tækifærið til að fara í Aros, það var takmarkaður áhugi á að deila þeirri ferð með áhugalitlum dætrum í hlaupagír. Ég hafði svo sem komið inn áður og séð Strákinn ofan frá en …
Monthly Archives: apríl 2012
Góðir gestir
Þá eru MA kennarar komnir og farnir. Fyrst fengum við dönskudeildina og heiðurmeðlimi í mat (Selmu og Þengil, Ragnheiði og Jónas og Gunnu). Mummi skellti í fiskefrikadeller, það verður auðvitað að halda í danskt þema. Við vorum leyst út með gjöfum, stelpurnar fengu sælgæti og við líka auk þess að fá Gammel dansk. Áttum ágæta …
Af sunnudagsrúntum og páskastemmingu
Ég gleymdi alltaf að segja frá einum yndislegum sunnudagsrúnti sem við tókum í síðasta mánuði. Ég hafði rekist á frásögn um hverfi hér í Árósum sem heitir Finnebyen. Þannig var að eftir seinni heimstyrjöld var gríðarlegur húsnæðisskortur hér og sveitarfélagið festi kaup á 122 timburhúsum frá Finnlandi, sem voru 56 fermetrar að stærð 🙂 . …
Heilsupósturinn (viðkvæmir hlaupi yfir fyrsta hlutann)
Strumpan var aðalefni síðustu færslu, hún er nú búin að ná sér vel, lítur orðið þokkalega út en þráir heitast að veikjast aftur, bara vægar í þetta skiptið, því þjónustan er nánast orðin „non existent“ eftir að hún náði sér á strik. Skottan krækti sér í enn eina magakveisuna, svo nú má sú eldri horfa …
Continue reading „Heilsupósturinn (viðkvæmir hlaupi yfir fyrsta hlutann)“