Við mæðgur byrjuðum á sundnámskeiði á laugardaginn var. Það var mikið fjör, eins og við var að búast. Maður nýtur þess nú aldeilis að búa svona nálægt sundlauginni. Tekur ekki nema svona tuttugu mínútur að labba þegar litlu fæturnir fá að labba sjálfir. Þeir þurfa að koma víða við á leiðinni. Eitt aðal sportið í tímanum var að hlaupa á dýnu sem er í lauginni og hoppa út í. Það var „meira“ kór lengi á eftir.
Annars fór ekki svo að dóttir mín lærði ekki eitthvað af því að horfa á Bamse og kylling. Verst að það er kannski ekki það sem ég hafði í huga. En nú kann hún altént að segja I love you og er ljómandi kát yfir athyglinni sem hún fær út á það.
Tókum skurk á neðri hæðinni í gær. Þegar tómu kassarnir fara, fer þetta að líta eðlilega út. Ja, svona næstum. Við fáum líklegast einhvern í gistingu frá RT um helgina. Það er gott að fá spark í rassinn svona öðru hverju.