Þá er búið að taka ákvörðun um að fara fjórðu utanlandsferðina. Það sem gerði útslagið var útspil að sunnan um að konurnar hér í bænum fengju að fara með beinu flugi. Sem þýðir að ég styrki flestar tilraunir með beint flug frá Akureyri þetta haustið 🙂
En svo þarf ég að láta eina montsögu fljóta með. Ég var spurð í gær á leikskólanum hvort ég væri mikið með Strumpu bleyjulausa heima og sagði að það væri allur gangur á því (enda koma regluleg slys – sérstaklega ef hún reiðist, þá ræður hún ekkert við bununa). Þá er hún svona framtakssöm í leikskólanum að hún losar af sér bleyjuna og fer sjálf á klósettið. Ekkert smá dugleg. Ég sem hef tregast við að æfa hana til þess að geta haft hana enn með bleyju í Svíþjóð (fyrir allar búðarferðirnar sko).