Haldiði ekki að ég hafi bara misst af brúðkaupi sisona á fimmtudagskvöld? Alveg seinheppin. Hafði þó ítrekað í síðasta jólakorti að ég vildi vera með. En sem sagt, svo ég komi þessu nú út úr mér. Okkur var boðið í „innflutningspartý“ og ég set það svona innan gæsalappa af því að flutningurinn var í apríl í fyrra, til Hönnu og Ármanns. Alveg grunlaus og ekkert óeðlilegt við að halda innflutningspartý. Þarna var sem sagt nánasta fjölskylda og vinir og ein vinkona Hönnu segir voða sniðug við mig að þau hafi örugglega gift sig fyrr um daginn. Þegar hún nefndi þetta fannst mér það augljóst. Nema hvað, þegar líður á veisluna er liðinu smalað út í garð og ég notaði tækifærið að fara með Sóleyju heim að sofa. Þegar ég er að labba upp að húsinu okkar heyri ég í símanum hringja inni og þegar ég kem inn hringir gemsinn. Þá var það Mummi að spyrja hvort ég vissi af hverju ég væri að missa. Þá var búið að gifta þau. Ótrúleg tímasetning hjá mér. Þannig að ég náði bara í rest af brúðkaupsveislu.
Anyways, ég var líka mjög óróleg yfir reunioninu – alveg óþolandi að vera ekki á hverju ári. Svo ég ákvað að kíkja bara óboðin og óumbeðin og fór frá Hönnu (öll tíu skrefin) yfir í Höll. Hitti að sjálfsögðu fullt af fólki, spjallaði, dansaði og skemmti mér. Sá reyndar fáa af gömlu fjórðubekkingunum mínum en þeim mun fleiri af gömlum og núverandi vinnufélögum og allmarga kunningja úr 10 ára afmælishópnum. Mæli með þessu 🙂