Það kom að því. Í gær fékk ég tilboð um stundakennslu í MA á haustönninni. Einmitt það sem ég hef stefnt að (vissulega frekar heilli stöðu en þetta er áttin.) Og ég neitaði pent. Búin að gefa algjört veiðileyfi á að það megi þjóðnýta mig næsta vetur af því að við erum að dekka fæðingarorlof. Þar fór það. Eins og það hefði verið gaman að prófa þetta til að sjá svart á hvítu muninn. Maybe next time.