Ég verð að deila með ykkur útsýninu sem ég hef úr sætinu „mínu“ á kennarastofunni. Þannig er að kennarastofan hefur verið notuð sem gallerí (enda ljótasta hús bæjarins bæði að innan og utan, svo við þurfum á því að halda að hafa eitthvað á veggjunum), í fyrstu fyrir hin ýmsu verk kennaranna en nú í síðustu skipti hefur gallerís-skipuleggjandinn fundið áhugakonur út í bæ og sett verk þeirra upp hjá okkur. Það keyrði um þverbak í ljótheitum og ósmekklegheitum á mánudag. Dæmið sem ég horfi upp á hvern dag getið þið séð á heimasíðu VMA og dæmi nú hver sem vill! (Þið þurfið mögulega að renna aðeins niður síðuna til að sjá dýrðina.)