Ég má til með að monta mig af hlaupaafrekum dagsins, þar sem ég náði nýjum hæðum – og lengdum reyndar. Hljóp – ath. hljóp – 7 kílómetra! Ég sé að þessir 10 væntanlegu verða bara ekkert mál. Var nefnilega svolítið nervös af því að ég var raddlaus, hélt kannski að það væri einhver slæmska almenn, en raddleysið háði mér sem sagt ekkert, nema síður sé. Nú er bara að vona að það sé ekki siestan sem ég tók í dag sem hafði þessi afgerandi áhrif. Næst verður hlaupið á laugardagsmorgun og rekst það á íþróttaæfingar dóttur minnar. Búin að útvega árvissan staðgengil í það – Adda amma sem sá um grísinn í Póllandsreisunni í fyrra þurfti einmitt líka að taka fyrstu íþróttaæfinguna þá.
Dagurinn bara að öllu leyti góður. Borðuðum á Greifanum, náðum þessum eina degi ársins þar sem Gunnlaugur Starri var ekki að vinna, en ég fékk reyndar símtal frá honum í staðinn. Eini gallinn so far er að það komu í raun of margir gestir í kaffi svo ég náði bara að borða litla sneið af kökunni minni sjálf, hins vegar er Mummi as I write, að ganga í málið og kemur að vörmu færandi hendi með armour ice cream af bestu sort.