Fyrsti vinnudagurinn í MA í dag. Fundur í morgun hjá þeim sem eru að fara að kenna á nýrri stoðlínu og verða daglegir út vikuna. Skrýtin tilfinning að koma í vinnu. Út af mínum heilu fimm vikum í vor var ég ekki kynnt sem nýr kennari. Svoldið skrýtið, ég stórefast um að allir viti á mér deili. Jafnframt ótrúlega þægilegt, maður á einhvern veginn svo heima þarna, þó svo það sé langt í land með að fara að verða afslappaður og eins og maður á að sér. Ég reyni nú samt inni á milli. Hlakka bara óskaplega til vetrarins. Fékk stundatöflu sem var bara alls ekki hræðileg. Götóttari en ég er vön en styttra fram á daginn en var 🙂 Ýmis kunnugleg nöfn í nemendahópunum, kennarabörn úr VMA og Síðuskóla (og Glerárskóla, er að fara að kenna frænku hans Hjörvars). Verð umsjónarkennari í 1. bekk með þessari hér, (ekki það að hún sé virkur bloggari) og það finnst mér lofa góðu.
Til hamingju með daginn kæri mágur! Hvenær verður svo haldið upp á fertugsafmælið? Það er ekki seinna vænna…