Þvílíkt bloggleysi. En það er af því að líf mitt er ýmist í hæðum eða lægðum svona félagslega séð og núna er einmitt mikil lægð. Það eina sem ég státa af eru óvenju margir fundir þessa vikuna, og að ég held, óvenju mikið sjónvarpsgláp líka. Amk horfði ég á næstum allan Doc Martin á miðvikudag sem ég horfi venjulega alls ekki á. Það er að vísu ekta svona þáttur sem hægt er að grípa í þegar mikið liggur við að vera latur og aðgerðalítill.
Ég er að peppast upp í Eurovision stuð samt. Ekkert óhóflegt af því að mér gengur ekkert að taka afstöðu. En heyheyhey ég vil reyndar ekki senda mislukkaða Barða neitt fyrir mína hönd svo ég vona það besta. Reyndar vil ég heldur ekki senda Friðrik Ómar. Ég er enn í fýlu við hann af því að hann fór í fýlu að tapa fyrir Eiríki í fyrra. Kommon. Hver fer í fýlu að tapa fyrir Eiríki? Það er ekki hægt. Og talandi um Eirík. Dóttirin tilkynnti í síðustu viku að hún og ein vinkonan væru svoldið skotnar í honum. Ég sagði auðvitað eins og væri að það væri í góðu lagi. Það fannst henni skrýtið. Jafnvel þótt hann væri svona stór? (=gamall….) Ég sagði að það væri allt í fína en þær mættu alveg hafa það í huga að þær þekktu hann ekkert. Sú stutta sagðist bara víst þekkja hann, hún hefði séð hann í sjónvarpinu. Hún átti jafnvel líka von á að hitta hann einhvern tímann og þá ætlaði hún að tala við hann. Mental note – ef ég sé Eika Hauks einhvern tímann og er með hana með – ekki vekja athygli hennar á honum…. En ef einhver á Eurovision diskinn síðan í fyrra þá langaði mig alltaf að fá hann skrifaðan handa henni. Tímdi ekki að kaupa hann sjálf 🙁