107226947700777967

Ég þakka bróður mínum hugheilu jólakveðjurnar…ég hefði orðið svolítið spæld ef þær hefðu ekki verið hugheilar.

Erindið mitt í dag var svipað. Að senda öllum lesendum, nær og fjær (þetta er eiginlega nauðsynlegt líka) hugheilar jólakveðjur (hér dugar ekkert hálfkák) og þakka lesturinn á árinu sem er að líða.

Jamm, það styttist í jólin. Ég á eftir að fara í kirkjugarðinn (með Söngsveitina Fílharmóníu í bílnum) og svo jólabaðið. Annars mega jólin koma fyrir mér. Búin að afskrá miðnæturmessu í kvöld. Mundi alltíeinu að Blandon vinur minn messar á Munkaþverá á Gamlársdag. Það er miklu meira spennandi.