107283593281031119

Í gær (mánudag) var lokahátíð dönsku kvikmyndahátíðarinnar. Horfðum á „De grønne slagtere“. Ég hafði gríðarlegar væntingar til myndarinnar, ekki síst vegna þess að vinur minn, Fischer, lék í henni. Alltaf fundist hann geðugur. Nema hvað, myndin reyndist ansi súr. Mumma fannst hún reyndar fyndnari en síðasta danska mynd, hann var alltaf í viðbragðsstöðu að forða sér ef hún færi að verða léleg.

Í síðasta bloggi (á sunnudag) var ég að tala um jólakortaleitina. Það þarf varla að taka það fram að auðvitað fundust gömlu jólakortin um leið og ég hætti að leita að þeim. Svo nú er ég komin með myndasafnið í rétta röð í sérstakt albúm. Það er svo gott að hafa svona hluti í röð og reglu, einmitt eitthvað sem gleður Meyjuna í mér (hér vantar Mumma væntanlega að hafa kommentakerfi, því hann er líka Meyja en þykist ekki kannast við skipulagsæðið).

Í gær fórum við í heimsókn til kærastans hennar Sóleyjar. Sveinn Áki var uppáklæddur í tilefni dagsins. Aulinn ég hugsaði svona fimmtíu sinnum áður en við fórum að við yrðum að muna eftir myndavél en auðvitað klikkaði það. Þau sem voru einmitt sett í fyrirsætustellingar og Sveinn Áki látinn kyssa Sóleyju í bak og fyrir svo jaðraði við dónalegheit. Jæja, kannski ekki, myndirnar hefðu að minnsta kosti verið góðar.

Sörur númer 2 voru svo kláraðar í kvöld. Eygló náði passlega að smakka eina áður en þær kláruðust. Ég er næstum fegin að fá ekki meira fyrr en eftir tæpt ár.

Aðaltíðindi dagsins voru svo þau að Sóley fór að skríða á fullu. Var farin að færa sig vel úr stað í gær en spændi um allt í dag. Og nú þarf sko að skoða hlutina upp á nýtt. Hún komst til dæmis í afganginn af blautmat kisanna, var með lúkuna fulla af kattamat þegar ég sá til hennar. Ekki geðslegt. Fór líka í músaskúffuna og var komin með eina mús í kjaftinn eins og kisurnar. Minna geðslegt. Maður er samt eins og montin hæna.