Menningarkvöld

Fórum að sjá Piaf í gær – reyndar bara tónleikaútgáfuna, klukkutíma sýningu, svona brot af því besta eða þannig. Anyways, ekkert smá sem það var flott. Dásamlegt að finna litla dökkhærða leikkonu, sem bæði syngur og talar frönsku eins og engill. Vantaði bara rauðvín til að fullkomna stemminguna.
Annars lítið að frétta úr hversdagsleikanum. Strumpan veik enn eina ferðina, ég sé að fyrravetur hefur bara verið grís og ekkert annað. Vinnuvikan verið asnaleg fyrir vikið og mátti ekki við því. Fröken er í augnablikinu í „heimsókn“ hjá veiku frænku sinni, til að redda foreldrunum.