Allur pakkinn

Allur sjónvarpspakkinn frá Símanum kominn í gagnið og strax búinn að sanna sig. Í gær var nefnilega Robbie Williams day á VH1 – ótrúlega gaman að horfa á hann frá unga aldri. Svo er, eins og gefur að skilja, gaman að hafa DR1 og 2 og sænsku líka. Mátti slíta mig með ofurstyrk frá Erninum áðan en þar sem þeir eru víst komnir eitthvað á undan þá er bannað að taka svona forkíkk. Það er líka mesti munur að hafa Skjá 1+ og RÚV+, sérstaklega þegar dagskrárliðir rekast saman eins og á sunnudagskvöldum. Núna fór ég reyndar í göngu af því að ég var svikin um Örninn og horfði á Popppunkt í endursýningu klukkutíma síðar. Þar var gamall kunningi að setja svip sinn á leikinn og gaman að því.