Speki í öðru veldi

Here are the results of the Hafdísian jury!

Mónakó: Strax frá fyrsta tón leist mér afleitlega á lagið og ekkert gerðist til að lyfta á mér brúnunum. Vontvontvont. Mónakó er ekki á feitum hesti í ár. 0 stig.

Makedónía: Neeeeiii – ekki aftur. Ég hef heyrt þetta of oft (kannski endurtekning á Helenu – fyrirbærinu síðan í fyrra, hef ekki jafnað mig enn…) 0 stig.

Pólland: Eitthvað Harðar G. Ólafs fyrirbæri. Strákur og stelpa knúsast og inn stekkur rappari. Nýtur hins vegar samanburðarins við fyrstu lögin. 2 stig.

Rússland: Fúl yfir titlinum. Hann eiga Rollo og King. Og einhver elskulegur má færa Rússum fréttirnar af því að mullet sé búið og muni aldreiiii koma aftur. Það skársta so far. 3 stig.

Tyrkland: Hiiiilfe. Hvað skrækir eru þetta? Því miður munur símaglöðu Tyrkirnir koma sínu fólki áfram. En ég skildi ekki einu sinni hvort hún skrækti á ensku eða tyrknesku… 0 stig (halló Mads???? 5 stig???)

Úkraína: Ofvirknikast dauðans. Ekki að gera sig. Líkist að vísu Ásdísi mágkonu. Fær 1 stig fyrir það.

Finnland: Hallelúja! 5 stig þrátt fyrir að lagið sé bara lælæ. Þetta er cool.

Holland: Vissulega mikil gleði en heillar mig ekki alveg. 3 stig.

Niðurstaða; Finnland, Holland, Rússland, Pólland, Úkraína, Mónakó, Makedónía, Tyrkland (og dómnefndin; Finnland, Rússland, Holland, Makedónia (!!), Tyrkland, Úkraína, Mónakó, Pólland.