Munnlegt próf í MA

Fór í mitt fyrsta starfsviðtal í morgun. Spjallaði við Jón Má og Sigurlaugu aðstoðarmeistara. Eins og kom fram í færslu í síðustu viku hraus mér svoldið hugur en þetta fór allt á besta veg – held ég – fékk svo sem ekkert svona handshake að lokum, velkomin í hópinn, þú ert ráðin. Það mátti hins vegar ráða þannig í orð Jóns Más að þetta væri klappað og klárt. Byrja reyndar í afleysingunum þar á fimmtudag, ekki ónýtt, þegar maður á að nefna styrkleika að segjast vera viðræðugóður og getað vísað í hjálp í viðlögum viðbrögðin mín við að koma í afleysingar í maí 🙂
En þetta er sumsé allt að koma.