106867731936906739

Jæja. Það er ekki ónýtt að hlusta á Villa Vill. Fantagóð tónlist í gangi þessa stundina, áðan voru það Palli og Mónika og núna Villi. Ekkert nema snilld. Og vil ég þá nota tækifærið og minna á nýja diskinn með Óskari (og segja þá eflaust einhverjir Sunnlendingar „Óskari who?“, en þeir um það. Hann er ómissandi eign á hverju heimili. Ég hef enn ekki náð mér af þeim ótíðindum að heyra að það yrðu útgáfutónleikar í Reykjavík en ekki hér (að minnsta kosti að svo stöddu). Skandall og ekkert minna.