Gleðilegt ár kæru lesendur! Megi draumar ykkar rætast allir sem einn á nýja árinu.
Gamla árið endaði illa. Vont skaup. Vonandi dettur engum í hug ever again að láta Ladda leika í skaupi eða Gunnar Helgason koma að því að semja það. Eygló sagði þetta mjög réttilega, þetta var eins og vondur Spaugstofuþáttur með Heilsubælisívafi. Nánast ekkert fyndið í því nema ég brosti út í annað yfir sumum gervunum – til dæmis fannst mér Tómas Ingi ágætlega vel heppnaður.
Fékk annars, eins og vera ber, æðislegan mat. Við borðuðum hjá Arnheiði og Gylfa og sátum fram að skaupi og fórum þá heim. Hóuðum í Helga að spila eftir skaup. Tókum tvö Mr and Mrs og við systur erum ókrýndir meistarar. Sýndum svo sömu meistaratakta í Fimbulfambi. Vissuð þið að skógula er köngurlóategund sem finnst einkum í Amazon regnskóginum. Þekkist af gulri rönd á maga? Ekki kannski alveg rétt en færði mér sigur að lokum (klukkan fjögur að nóttu). Rétt svar er víst gulur skóáburður!