107317819427743177

Sá verulega skrýtna mynd í kvöld. Við tókum nefnilega loks vídeó, sjónvarpið var ekki upp á marga fiska. Þessi mynd, sem hafði fengið býsna jákvæða dóma, var Punch drunk love með Adam Sandler. Forvitnin bar mig ofurliði á vídeóleigunni, hafði einmitt grun um að hún væri ekki allra. Finnst eins og ég hafi heyrt að Árný hafi gefist upp á henni, en Hjörvar lofað hana í hástert – ég veit hvoru þeirra ég er yfirleitt sammála. Við gáfumst nú ekki upp á henni, þótt skrýtin væri. Enda var hún alls ekki leiðinleg, bara allt öðru vísi en það sem maður horfir venjulega á. Það er ágætt að ná sér niður öðru hverju.

Tókum í Skrafl eftir heimabíóið. Allt of langt síðan það var spilað síðast og árangurinn læ læ. En alltaf gaman að því og ekki er verra þegar Mummi vinnur mann eðlilega í staðinn fyrir að gjörsigra mann.

Afmælisbarn dagsins er svo Ármann mágur minn. Samkvæmt útreikningum mínum er hann líklega 37 ára í dag (laugardag). Fæ kaffi og væntanlega gott meððí á morgun.