107404154541312116

Þá er loks búið að stofna danska kvikmyndaklúbbinn sem stóð alltaf til á síðustu önn.
Í kvöld mættum við þrjár úr aðal klíkunni, ég, Kristín og Þóra og horfðum á dramamynd sem heitir Arven. Það er skemmst frá að segja að myndin var góð eeeen (og ég vona að ég skemmi ekki fyrir neinum) endirinn var frekar sorglegur. Og þó að það sé hollt að ná sér niður af hamingjuskýinu af og til þá finnst mér samt vont að horfa á svona myndir.

Kvöldið var hins vegar ljómandi skemmtun og stefnan tekin á Gamle mænd i nye biler eftir mánuð. Fyrir þá sem ekki vita þá er það forsaga hinnar frægu og sívinsælu I Kina spiser de hunde. Ég bíð spennt eftir henni.

Gleymdi að minnast á það hér síðast að Sóley fékk loksins sína áttundu tönn (hér á laugardag). Ég óttast að það verði lítil pása, hún er að minnsta kosti nógu óróleg og slefin. Svo förum við með hana í fitumælingu á fimmtudaginn. Þá kemur í ljós hvernig fitubúðirnar reyndust. Spennandi tölur framundan. Fylgist með á „kisumamma.blogspot.com“.