Auðvitað klikkaði ég á því í gær að óska bróður mínum til hamingju með daginn yfir Netið. Ég hringdi auðvitað í hann og það allt, en ég hef nú reynt að koma afmælisbörnum dagsins alltaf að. Að vísu auglýsti hann sig rækilega upp sjálfur, þurfti ekki mína aðstoð við það. Í dag er ég móðguð yfir því að hann hefur ekkert bloggað um frábæra afmælisgjöf mína (og by the way, þú skuldar mér afmælisgjöf, best að rukka um hana í fýlukastinu).
Get ekki annað en minnst á upprisu eina, nánast yfirnáttúrulegri en þessa frægu hér um árið. ErnaE hefur risið aftur. Ég var algerlega búin að afskrifa hana. Og annar bloggari sem ég las af og til en var nánast búin að gefast upp á af því að hann var svo latur, er gamli COMA félaginn minn, bókmenntafræðieftirmaður minn og síðast en ekki síst í Félagi Framhaldsskólakennara með mér, já, enginn annar en Ásgeir. Það er ýmislegt athyglisvert að detta upp úr honum þessa dagana, meðal annars slá hjörtu okkar í takt í Survivor All Stars. Get samt ekki sagt annað en að ég sé hálf móðguð að vera ekki á link hjá honum, hefði sent inn hate comment ef kommentakerfið væri ekki í rúst hjá honum.
Annars var ég að koma úr bíó. Það er eiginlega of mikið bíóframboð þessa dagana, vont þegar maður þarf að skera við nögl það sem mann langar til að sjá. Að þessu sinni var það Something’s gotta give með gamla refnum með sólgleraugun. Hvað er það með þennan ljóta mann? Hann er lifandi sönnun þess að maður þarf ekki að vera fallegur til að vera aðlaðandi. Jæja, aðlaðandi er kannski full sterkt orð en hann hefur einhvern óskilgreindan sjarma. Og myndin var góð. Greinilega fullorðins mynd (ekki í þeirri merkingu samt) því í bíó voru margir af fyrrverandi og núverandi vinnufélugum.
Stefnir í full-líflegt félagslíf næstu daga (og nota bene, ég læt þó 25 ára afmælið fram hjá mér fara). Fullt af bíóferðum, Nikolaj og Julie (jeyj), vínsmökkun hjá VMA kennurum og fleira og fleira. Eitthvað hlýtur undan að láta.