Ætli Kevin Smith viti…

…að það er til hljómsveit á Íslandi sem virðist hafa það sem inntökuskilyrði að vera Kevin Smith look-alike? Hér er ég að sjálfsögðu að vísa í Brain Police, hverja ég hef ekki séð áður, en vá, hvaðan kom þessi hugmynd? Eins og liggur kannski í augum uppi var ég að horfa á Popppunkt og uppgötvaði þetta þar. Þeir voru ljómandi skemmtilegir og synd að þeir skyldu ekki vinna. Ekki það að ég kunni ágætlega við Spaða en betur við Brain Police.

Skrýtnir þessir dagar sem koma allt í einu, þar sem maður er með alls kyns vangaveltur og gæti jafnvel bloggað heilu blaðsíðurnar um það. Eftir símtal við Óla bróður fyrr í kvöld, þar sem jaxlar voru aðal umræðuefnið (reyndar stutt símtal) góndum við Mummi í spegil, töldum tennur og flettum loks upp í Íslenskri orðabók til að fá niðurstöðu í málið. Íslensk orðabók er til margra hluta nytsamleg.

Ef ég vík aðeins að gærkvöldinu þá var það dálítið skrýtið. Alltaf gaman á vínkynningu og það allt, og ég komst að því að leynivinur minn var Baldvin Bjarna sem var ósköp ánægjulegt. En ég er eiginlega langt yngst. Einar, sem er sennilega hvað næstur mér í aldri, er fæddur 68 og jafn skemmtilegur og hann er nú, þá er hann oft dálítið forn. Hann spilaði til dæmis á harmoniku í gær. Rest my case. Já, það var ekki laust við að ég saknaði Síðuskóla. Ég sé ekki fyrir mér að ég eigi eftir að dansa við Egó í þessum félagsskap. Kannski eftir svona fimmtán ár, þegar verður komið fólk sem er yngra en ég.