Líður að suðurferð

Jamm. Ég ætla að biðja lesendur nær og fjær að sýna biðlund næstu daga þar sem ég verð stödd í borginni að trylla ættingja. Sný aftur um eða eftir helgi með ferskar fréttir af borgarlífinu (hvað ég keypti og hverja ég heimsótti).

Ég veit að það jaðrar við að vera tilhlýðilegt að vera með öskudagspistil, jafnvel einhverjar nostalgíuminningar en ég er að hugsa um að sleppa mér ekkert í þann pakka. Það eina sem ég hef að segja er að heimur versnandi fer. Ekki nóg með að börnin séu afskaplega mis metnaðargjörn með búninga og söngva, heldur er Jákúp aumingi að loka Rúmfatalagernum. Þetta er nú bara einn dagur og þó að börnin séu löt og hangi á Glerártorgi þá hef ég litla samúð.
Sennilega horfir þetta öðru vísi við innfæddum Akureyringum sem muna sjálfir hvernig stemmingin var. Já, við eigum öskudaginn, alein. (Kannski með Dönum).

Að því ógleymdu að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að hafa frí í VMA á öskudaginn. Ég fór nú og söng hér um árið þegar ég var í fjórða bekk (og var aldrei betri!) Einn nemandi minn mætti í búning, reyndar frekar pathetic svo ég var ekkert sérlega lukkuleg með það.