Ég fylgdist aðeins með Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld til að sjá minn mann, Heimi. Hann stóð sig náttúrulega eins og hetja, það var vitað mál. Heyrði reyndar ekki sigurlagið en finnst hann hefði tvímælalaust mátt vinna. Ekki það að stórir spámenn hafa tekið þátt án þess að vinna og er skemmst að minnast Jónsa hér um árið, var alveg verulega góður. Alltaf eru nokkur hörmungaratriði á hverju ári (enginn hefur þó enn toppað „Myyynd af þééér“ hér fyrir nokkrum árum sem var svo slæmt að það verður eilífðar brandari) og í kvöld held ég að Iðnskólinn hafi átt hörmungina með fokkfokkfokk shitt laginu. Greinilegt að sumir skólar senda lókal grín.
Popppunktur var með skemmtilegasta móti í kvöld. Aldrei þessu vant vann hljómsveitin mín – maður heldur auðvitað með gömlum Akureyrarböndum, sérstaklega ef þau eru líka eitís. Fúsi ekkert smá góður. Verð að geta þess að ég gat þriggja stiga spurninguna um Duran Duran … enda var hún ekkert svo erfið fyrir okkur sem vorum „á staðnum“.
Annars er þvílík skítafýla hér innandyra. Einhver dóni greinilega kveikt í sinu hér fyrir ofan og það er eins og lóðin okkar hafi brunnið, slík er fýlan. Kettirnir hafa greinilega hangið úti í glugga því þeir eru líka eins og gangandi sinubombur. Aumingjans þvotturinn sem ég var ný búin að hengja út.