Smá eitís getraun

Til gamans og inspíreruð af Popppunkti; Hver var upprunalegi söngvari Duran Duran og nefndu tvö lög sem hann gerði síðar fræg sem sólóisti? (Hér liggur við að ég banni Önnu Steinu að taka þátt því ég veit að hún veit!)

Ein lítil saga af Prinsinum fylgir með. Eins og dyggir lesendur vita slær Prinsi Bakkakettinum út anyday. Í gær horfði hann öfundaraugum á okkur hjónin borða Nóakropp (það var jú nammidagur) svo Mummi bauð honum eitt. Prinsi þáði Kroppið sæll og glaður og japlaði á því þar til það gaf sig og fór oní maga (með tilheyrandi slefi, það er mjög ópraktískt að borða með opinn munninn og snúa niður!)