Hinn vikulegi megrunarpóstur

Eflaust hafa margir saknað þess að fá ekki hið vikulega öppdeit á megruninni í gærkvöld – einhverjir jafnvel haldið að ég væri farin að þyngjast og vildi ekki ræða málin, en svo er ekki. Vissulega lítur línuritið ekki nógu hagstætt út, því núna voru bara farin 500 grömm og þar af – og það versta – aðeins 100 fitugrömm (ég hef í gleði minni hugsað um smjörlíkisstykki þegar ég hef hugsað um fituna sem er að fara en núna verð ég greinilega að fara að hugsa í litlu smjörstykkjunum, þá munu þetta vera tæplega sjö lítil stykki…) Og það sem verra er, dagarnir framundan verða erfiðir, að finna hinn gullna meðalveg að lifa hinu ljúfa átlífi versus að hafa bara einn nammidag.
Ég sá það líka í hendi mér að það er ekki að virka að mæta bara þrisvar í viku, maður verður að fara eitthvað aukalega, svo ég dreif mig í body balance í kvöld. Þessi tími var skárri en sá síðasti, því þá voru margar glansgellur sem finnst það ógeðslega fínt að fara í body balance en núna var bara venjulegt lið eins og ég.