Kúkur í lauginni

Uppákoma dagsins hjá dóttur minni. Það var baðdagur í dag og af því að það þurfti að skipta á henni tók hún baðið frekar snemma. Afrekaði enn einu sinni að pissa á baðherbergisgólfið rétt áður en ég setti hana í baðið. Það hefur svo sem gerst áður. Kom hins vegar með nýtt afbrigði, já ó já, hún kúkaði all myndarlega í baðið. Skyldi svo ekkert í því þegar hún var veidd upp í snarhasti. Fékk síðan að striplast um af því að ég hélt að nú væru allir endar seif. En nei, maður er eins og hundarnir, alltaf smá varasjóður. Þannig að þegar við mægður löbbuðum okkur inn á bað aftur, ég til að þrífa sletturnar, þá náði Strumpan annarri bunu dagsins á sama blettinn.

Annars fengum við Árnýju, Hjörvar og dætur í heimsókn, bæði í gær og í dag. Þær stefna í að verða efnilegar frænkur þær yngri. Nett skotnar hvor í annarri en nauðsynlegt að pota, toga og lemja. Náðum alveg einstaklega góðri mynd af þeim, þar sem Sóley var að kyssa frænku sína, Una hafði greinilega eitthvað annað í huga því Sóleyju mætir hin gríðarlegasta Mick Jagger tunga.