Afrekin gerast enn

Úff, þá er ég loks búin að fara yfir ritgerðir í fjarkennslunni. Eins og venjulega var þetta ekki eins voðalegt og ég hélt en hvílíkur léttir að vera búin.

Ég stefni að því að tjá mig síðar um Eurovisjon þátt gærkvöldsins, ég náði ekki að að sjá hann sökum anna í sjónvarpsglápi, sá þó danska lagið á ensku og vil meina að það er betra sem Sig det løgn heldur en Shame on you. Horfði spennt á Master of Disguise, það verður að segjast að hún er nú ekkert voðalega góð. En samt, fyndnir sprettir inni á milli, til dæmis grétum við af hlátri yfir „the turtle man“.

Annars hef ég verið heilsulítil um helgina og legið fyrir, leikfimin í gær fór voðalega illa í mig.

PS Ég (ólíkt sumum öðrum) geri mér engar vonir um að komast að á Rás 2 og frábið mér allar óskir um slíkt!!